Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Á SA og Vilhjálmur að ráða vöxtunum, aðild að ES og hvort fyrirlingarleiðin verði farin?

Vilhjálmur Egilsson, sá ágæti maður, er skeleggur talsmaður sinna umbjóðenda sem eru íslenskir atvinnurekendur. Fyrir ári síðan talaði hann fyrir því að við tækjum upp evru og gengjum í Evrópusambandið. Hann hætti við þetta s.l. sumar held ég en þá fór ég að taka eftir skeleggum málflutningi gegn vaxtastefnu Seðlabankans. Í bland er hann á móti fyrningarleiðinni. Þetta með vextina og fyringarleiðina veit ég ekki hvað umbjóðendur hans segja um (eru líklega allir sammála!) en um Evrópusambandið var einhvernveginn einhver meirihluti í SA á móti (reiknaður út einhvernveginn eftir stærð fyrirtækja). Skyldi meirihluti atvinnurekenda vera á móti fyringarleiðinni? Líka t.d. þeir sem lifa á innflutningi? Eða þeir sem reka fyrirtæki sem eru háð leigukvóta? Hvað með vextina, einhverjir fleiri en lífeyrissjóðirnir hafa hag af háum vöxtum eða hvað?

Hverjir eiga að taka ákvarðanir eignarhald auðlinda, stýrivexti og aðild Íslands að Evrópusambandinu? Þjóðin - eða réttara sagt meirihluti þjóðarinanr og stjórnmálaflokkar sem við höfum kosið til að bera slíka ábyrgð.Af hverju hafa samtök á borð við SA meiri áhrif á þessi stóru mál en t.d. Kennarasambandið eða sveitarfélögin? Hvers vegna komast menn eins og talsmenn SA og fleiri upp með að tala fyrir hönd "allra" á þennan hátt án þess að sýna fram á að eitthvað bitastætt sé að baki? Og hvað spilar flokkspólitík og hagsmunir Sjálfstæðisflokksins mikið inn í málflutning Vilhjálms og fleiri?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband