Setjum okkar í annarra spor

Gott og vel, allt er þetta rétt og gott sem Ögmundur og svo margir segja og vilja með Icesave. En hver er hin hliðin, sú sem snýr að viðsemjendunum þ.e. breskum og hollenskum sjórnvöldum. Hvernig ætlum við að semja um icesave ef við ekki gerum okkur grein fyrir við hverja, um hvað og í hvernig aðstæðum við erum að semja?

Íslendingar og aðrir eru skuldbundnir til að tryggja innistæður erlendra aðila í íslenskum bönkum skv. EES samninginum, það eru allir vitibornir sammála um.

Þrátt fyrir viðvaranir og áhyggjur stjórnvalda þessarra landa um icesavereikningana, komst Landsbankinn upp með að halda þessari starfsemi í íslenska hluta bankans. Augljóst má telja að það gerðu þeir vegna þess að þá var innistæðutryggingin fyrir hendi og þar með ábyrgð ríkissins á starfseminni. Þetta gerði icesave að betri bisniss fyrir bankann. Íslensk stjórnvöld og eftirlitsstofnanir lögðu ekki mikið á sig til að fá icesave flutt í breskt eða hollenskt fyrirtæki. Af þessi mætti ætla að fyrir bankahrun vildu Íslendingar hafa icesave í þessu formi.

Þó að ábyrgðarlausir og vankunnandi menn hafi komið Íslendingum í þessa stöðu, eru það stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að þeir komust upp með þetta og að hugsanlegar eignir þeirra hafa ekki verið kyrrsettar. Á meðan svo er, er ekki hægt að láta þá sem gerður þetta, borga brúsann EES samningurinn sér svo um. Að auki eru gagnkvæmir samningar af þessu tali nauðsynlegir til að alþjóðleg viðskipti séu sæmilega trygg og samskipti þjóða að þessu leyti möguleg.

Það hlýtur að vera þjóðarhagur allstaðar að ekki sé hægt að stofna til yfirboða á innlánum í öðrum löndum. Hugsum okkur t.d. að hvaða banki sem er og f´r ahvaða landi sem er gæti stofnað til slíkrar starfsemi á Íslandi, auglýst að innlánin séu með ríkisábyrgð og flutt síðan peningana annað og notað þá þar. Myndum við leyfa það? Vildum við ekki að stjórnvöld viðkomandi lands bæru ábyrgð á því að óvandaðir menn þarlendir, kæmust ekki upp með slíkt?

Bretar og Hollendingar eiga langa hefð í alþjóðlegum bankaviðskiptum, þeir gera sér ágætlega grein fyrir hverjir eru í góðum málum og hverjir eru á hálum ís í þessum efnum. Þeir vöruðu við og buðust til að gera icesave innlent í þessum löndum. Íslendingar vildu það ekki. Því skyldu þeir ekki nota samningsstöðu sína nú?

Hvað myndum við gera í sporum þessarra ríkja til að verja innlenda aðila sem annars tapa sínu? Myndum við gefa Bretum og Hollendingum þetta eftir? Myndum við styðja það að mikilsverð atriði eins og innistæðutryggingarákvæðið í EES stæði ekki óhaggað? Myndum við ekki tala í gegnum alþjóðlegar stofnanir sem viðsemjendur okkar þurfa á að halda í neyð? Hvernig var með NATO og þroskastríðið, reyndum við ekki að nota okkar aðstöðu þar?

Nei kæra fólk, samningsstaða okkar er afleit og við verðum líklega að sæta þeim slæmu kostum sem bjóðast í Iceasavesamningum vonda. 


mbl.is Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Nákvæmlega og því fyrr því betra.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 22.7.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband