Enn á ný segja fjölmiðlar að ekki sé meirihluti....

Hvort sem það er veruleiki eða óskhyggja eða eitthvað annað keppast fjölmiðlar nú við að telja þjóðinni trú um að ekki sé þingmeirihluti fyrir Icesave. Sömu orð, sömu fréttamenn og fjölmiðlar sögðu þetta líka um aðildarumsókn í ESB. Fimm þingmenn VG, stjórnarandstaðan öll og jafnvel þingmenn Samfylkingarinnar eru á móti samningnum er fullyrt nú. Flestir lögfræðingar landsins líka og svo hinn stórmerki og alvitri Jón Steinarsson í London School of economics!

Hvað skyldi vera til í þessu?

Hvers vegna er talað svona um núverandi ríkisstjórn en ekki þá sem var í haust?

Hvers vegna er umfjöllunarefnið og sjónarhorn fréttamannanna svo þröngt og/eða þeir enn svo auðtrúa að gapa þetta upp eftir spunadoktorum og þingmönnum flokkanna sem mesta ábyrgð vera á hruninu og Icesave? 

Þingmenn sem eru beittir ofbeldi, þeim nauðgað og "þetta er ógeðslegt" umræðan heldur áfram í fjölmiðlum án athugasemda eða gagnrýninna spurninga fjölmiðlafólksins.

Til hvers eru svona fjölmiðlar? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til að hjálpa öllum að gleyma hverjir stóðu fyrir öllu bullinu.

Og málið er að ótrúlega margir eru búnir að gleyma- segja þetta allt Jóhönnu að kenna.

Ég hef misst álit á afar mörgum löndum mínum.

I.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 21:12

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fjölmiðlar hafa mikið vald og geta gert ýmsa hluti. Það er þó allnokkur kúsnt að gera það þannig að almenningur sjái ekki í gegn. Margt sem sagt hefur verið undanfarið hefur verið sett fram þannig að mér hefur fundist það afar vafasamt.

Hverjum dettur í hug að hópur samningamanna hafi ekki vitað um það hvort kostnaður Breta vegna lögfræðivinnu væri inni í samningnum eða ekki. Það er næstum barnalegt að halda þessu fram. En þegar þungaviktalögmenn á við Ragnar Hall og Eirík Tómasson fara að segja þessa hluti, hljóta margir að láta glepjast. Það er sorglegt til þess að vita að menn skuli fórna ærunni fyrir völd.

En þannig hefur það víst verið frá ómunatíð. Það vill til að forysta ríkisstjórnarinnar er með óhemju reynslu í fórum sínum. Nú er bara að standa við bakið á þessu ágæta fólki sem hefur gefið sig í að hreinsa til eftir áratuga klíkustjórnmál á Íslandi. Það eru margir skítapyttin sem erftir er að opna

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.7.2009 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband