8.6.2009 | 17:08
Er fólk fíflar?
Það hefur aldrei verið mín pólitík að fólk sé fífl né að alþýðan sé heimsk og gleymin en að hlusta á fjölmiða og ekki síst fréttamenn tala um Icesave eins og Jóhanna Sig. og Steingrímur beri ábyrgð á því að við verðum að ganga frá samningi sem við verðum að bera ábyrgð á er ótrúlegt. Allir vita að grunnsamninginn gerði fyrrverandi ríkisstjórn og lítið annað að gera fyrir þá sem nú stjórna en að berja í brestina sem þeir telja sig hafa gert eins og hægt var. Sá samningur sem Árni Matthísen skrifaði undir í vetur var gerður til að við fengjum hjálp Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Allt þetta er tilkomið vegna þess að Landsbankanum leyfðist að veðsetja þjóðina á þennan hátt og á því bera fyrrverandi stjórnvöld ábyrgð. Þau stjórnvöld voru kosin af meirihluta þjóðarinnar þá og það sem meira er að útrásin og icesave var lítið sem ekkert gagnrýnd af fjölmiðlum. Fjarri því, ég minnist þess að hafa heyrt þessu snjallræði hrósað af stjórnmálamönnum og fjölmiðlum og Steingrímur J. var yfirleytt gerður tortryggilegur í fjölmiðlum fyrir að gagnrýna útrásina.
Fjölmiðlar á Íslandi með ríkisútvarpið í broddi fylkingar bera mikið meiri ábyrgð á því að Íslendingar verða að axla ábyrgð á Icesave en ríkisstjórnin.
Aðalábyrgðina bera þó Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn og allir þeir sem fylgdu þeim.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.