8.6.2009 | 21:08
Ég kaus ekki Sigmunds Daðaflokkinn
Sko, ég hef alltaf orðið sjálf að borga mínar skuldir. Þannig er það í lífinu lærði ég (og Steingrímur J lika) ung. Eftir að hafa horft á Kastljósið í kvöld varð mér ljóst að hluti þjóðarinnar ræðir ekki Icesave (og skuldir sumra"heimila" og fyrirtækja og "fyrrverandi" fína fólksins) á þeim grundvelli. Mörgum finnst rétt að við reynum að komast hjá því að borga eða hreinlega segjumst ekki borga. Fólk gefur sér að þeir sem stofnuðu til þessarar skuldar spurðu okkur ekki, höfðu ekki leyfi til þess.
Þetta er hinsvegar ekki rétt, Björgúlfarnir allir höfðu nefnilega leyfið. Þeir máttu stofna til þessarra skuldbindinga. Engin lög (það ég veit) bönnuðu það, engin eftirlitsstofnun reyndi að stöðva þá, né heldur ríkisstjórn eða Alþingi. Þeir máttu þetta og einhverskonar meirihluti þjóðarinnar ber ábyrgð á því með því að kjósa eða styðja þau stjórnvöld sem leyfðu þetta.
Að ætla núna að neita að borga eða bera ábyrgðina, er of seint. Reynur frekar að finna peningana sem þessir menn hafa (líklega) skotið undan og þrýstum á stjórnvöld að gera meira í að kyrrsetja eignir þeirra.
Umfram allt hættum að bakka um stjórnmál og stjórnmálamenn sem eru á jafn lágu plani og Sigmundur Daði sem telur rétt að þjóðin standi ekki við skuldbindingar sínar.
Athugasemdir
Þessir menn rændu þjóð sína, þessir menn rændu almenning erlendis. Og þjóðin sem var alrænd skal borga fyrir þjófnað þeirra erlendis líka .... Eru menn farnir að tapa glórunni?
Við skulum fara að skoða raunverulega hvað gerist ef við samþykkjum að greiða fyrir rán þessara manna og hvað gerist ef við samþykkjum ekki ?
Báðir kostir leiða af sér verri kreppu á Íslandi en okkar kynslóð hefur kynnst.
Munurinn er samt mikill. Ef við samþykkjum, þá erum við A) að láta stórþjóðir kúga okkur til hlýðni B) Afhenda stórþjóðum erlendis hvern einasta eyri sem þessi þjóð getur þénað næstu hundrað árin eða svo C) Afhenda þeim auðlindir okkar, orku, fiskimið og jarðnæði (sem er orðið ein af dýrmætustu eignum í Evrópu í dag á silfurfati.
Af hverju segi ég það? Vegna þess að við munum ekki getað borgað þessar skuldir og þess vegna munu stórþjóðirnar fara fram á að við stöndum við undirritaðan samning og afhendum þeim auðlindir okkar eina á fætur annarri.
Svona hefur IMF unnið í ÖLLUM þeim löndum sem þeir hafa starfað. Engin undantekning. Ég endurtek.. ENGIN
Þegar þetta gerist þá mun auðvitað allur hagnaður okkar og hugsanleg framleiðsla af jarðnæði og orku vera flutt erlendis eða nýtt fyrir erlent stórfyrirtæki.
Þá erum við komin í svipuð spor og við vorum undir Dönum á sínum tíma þegar kotbændur voru farnir að leggja sér skósólana til munns.
Nú mun fólk segja að þetta væri óhemju svartsýni og bölmóður en ég bið fólk um að hugsa þetta dæmi aðeins út til enda og koma fótunum niður á jörðina. Það er í gangi hérna ákveðin "naivismi". Við höldum virkilega að það myndi nú engin viljandi ræna af okkur auðlindum... Heimsveldi urðu ekki heimsveldi út af engu, kæra fólk. Við Íslendingar erum kotbændur sem skiljum greinilega ekki alþjóðlega pólitíska refskák.
Við erum að láta taka okkur svo aftan frá (með leyfi) að það nær ekki nokkurri átt.
Ég og margir fleiru værum glöð að taka slaginn með núverandi ríkisstjórn ef hún myndi berja í borðið og segja NEI! við borgum ekki Óréttlátar kröfur sem lagðar eru á þjóðina. Allt umfram 1% af landsframleiðslu er óréttlát krafa.
Bretar munu sjá til þess að við fáum lítil verðmæti fyrir eignir Landsbankans. Vegna þess að þeir vilja ekki að við munum geta borgað. Þeir vilja fá auðlindirnar. Af hverju tilheyra langflestar skattaparadísirnar beint undir breska konungsveldið? Það er engin... alls engin tilviljun. Af hverju förum við ekki fram á það við Breta að þeir ræði við drottningu sína og fái þessa peninga heim aftur?
Við eigum ekki að vera hrædd við það að verða "einangruð" Við verðum það ekki. Við auðvitað yrðum útfryst til þess að byrja með. En almenningur í hinum vestrænu löndum myndi aldrei sætta sig við það til lengdar að lítil þjóð yrði kúguð til lengdar. Við lifum í upplýstu vestrænu samfélagi og við eigum marga sterka að erlendis. Bæði þekkta fræðimenn sem og aðra.
Við eigum nóg af fæði hér á landi svo fæðuöryggið yrði aldrei ógnað. Við fáum alltaf einhvern gjaldeyri inn til landsins, þó ekki nema bara vegna álvera og ferðaiðnaðar. Við munum alltaf geta bjargað okkur með þá lágmarksolíu og lyf sem við þyrftum á að halda. Og þetta stæði stutt yfir. Miklu styttra en að selja landið í eilífa ánauð alheims auðvaldsins.
Við getum þetta ef við stöndum saman. Verum hugrökk. Verum sterk.
Björg F (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.