Enn eitt fyrirtækið sem á að skapa 300 störf í Reykjanesbæ

Ég sé á bloggi um þessar einkafyrirtækis- skurðstofu- Árna Sigfúsonarfrétt að menn skilja það svo að Ögmundur sé vondi kallinn og kommi o.s.frv. Þetta er allt svo einfalt, bisnissmenn úr útlandinu þurfa skurðstofu til að búa til störf í Reykjanesbæ þar sem 1800 manns eru atvinnulaus en heilbrigðisráðherrann af óskiljanlegum ástæðum sé annmarka á því að leigja út skurðstofuna. Svei honum!

Ég hins vegar fer bara í að pæla í öllum atvinnutækifærunum sem Árni Sigfússon hefur boðað á undanförnum árum. Hvernig stendur eiginlega á því að það er svona mikið atvinnuleysi á Suðurnesjum með þennan rosalega duglega bæjarstjórna sem hefur stanslaust kynnt okkur hundruðir atvinnutækifæra sem hann hefur boðað hér á Suðurnesin á undanförnum árum? Hvaða Ögmundur stöðvaði röraverksmiðjuna og allt hitt sem Árni hefur verið að koma upp? Hvaða Ögmundur tefur álverið í Helguvík? Hvar er kappakstursbrautin og öll fyrirtækin sem Árni hefur galdrað fram upp á Vallarheiði?

300 atvinnutækifæri bara ef Ögmundur kommi leigir út skurðstofuna á HSS! Verði þeim að góðu sem trúa á þau orð Árna Sigfússonar, reynslan segir hins vegar að þessi atvinnutækifæri komi ekki frekar en önnur sem sami maður hefur boðað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Unnur.

Ég geri ráð fyrir því að þú sért að stílfæra?

Enginn bæjar eða borgarstjóri hefur byggt upp neitt. Hinsvegar hafa bæjar og eða borgarstjórnir átt einhvern þátt í því.

Að vera pólitíkus hefur ekkert með verkgetu að gera, það hefur hins vegar með pólitík að gera og eins og nafnið bendir til póli - tík.

Það eru verkamenn er hafa byggt Ísland upp, það eru póli--tíkur er rifu Ísland niður.

Ég óska þér góðs.

Rúnar hart.

Rúnar Hart (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 18:19

2 Smámynd: Unnur G Kristjánsdóttir

Sæll Rúnar Hart.

Stílfærsla, auðvitað en ég er dálítið hissa á að Árni kemmst upp með það enn einu sinni að vera með í enn einu prjójekti  sem á að skapa hundruðir atvinnutækifæra og lætur enn einu sinni sem einhver vondur maður sé að bregða fæti fyrir. A.m.k. ættu fjölmiðlamenn að spyrja hann aðeins út í málin á þeim forsendum að þetta er endurtekið efni hjá honum og lítið af því sem hann hefur verið talsmaður fyrir, orðið að veruleika. 

Kveðja, Unnur 

Unnur G Kristjánsdóttir, 26.6.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband