Fara hin tryggingarfélögin líka á hliðina?

Jæja, þá er Sjóvá að komast undir verndarvæng Steingríms J og Jóhönnu Sig.  Flugleiðir er komið til þeirra í skjól ef ég veit rétt. Hvaða fyrirtæki skyldi verða næst? Ég vona að þau fái sem flestar útgerðir í fangið, það auðveldar fyrningaleiðina og gott væri að ríkið ætti a.m.k. eitt olíufélag því þau skila hagnaði sem má nota til að borga skuldir ríkisins með. En ef Mogginn fer á hliðina ætla ég persónulega að berjast fyrir því að honum verði ekki bjargað fyrir almannafé, það er alveg nóg fyrir íhaldið að skattgreiðendum fjármagni "bláa" ríkissjónvarpið.  

Grínlaust, íhaldið og svokallaðir atvinnurekendur í landinu hljóta að fara á  límingunum núna yfir allri ríkisvæðingunni sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir. Hvernig stendur annars á því að svo mörg fyrirtæki hafa verið svona illa rekin? Kann Þór Sigfússon og feliri slíkir menn ekki til verka? 

Ætli Sjóvá hafi verið eina tryggingarfélagið sem ávaxtaði bótasjóðina áhættusamt og af fáfræði? Skyldu hin tryggingarfélögin líka enda í fangi Steingríms J. og Jóhönnu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband