Er þetta álit Seðlabankans?

Skrítið mál, mér hefur alltaf skilist að fólk úr Seðlabankanum hefði setið í samninganefndinni og tekið fullan þátt í samningagerðinni. Val ekkert samráð við Seðlabankann?

Hvað heita þessir lögfræðingar og eru þeir t.d. í einhverjum sjórnmálaflokki? Því hefur þetta álit Seðlabankans ekki komið fram fyrr? Hver er skoðun annarra á samningnum t.d. sérfræðinga háskólanna?

Það verður nú aldeilis spennandi að sjá blaðamenn Morgunblaðsins fjalla um þetta mál á málefnalegan og gagnrýninn hátt núna þegar í ljós hefur komið að þeir tala ekki fyrir Seðlabankann?


mbl.is Seðlabanki gagnrýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæl Unnur

ég lít á þennan áfellisdóm þessara lögfræðinga í Seðlabankanum eftir lestur á þessari frétt. Sem hrikalegan áfellisdóm yfir stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og þá sérstaklega gagnrýni á störf þeirra Davíðs Oddssonar og Geirs  Haarde. Núverandi stjórnvöld og bráðabirgðastjórnin hefur ekki enn skuldbundið þjóðina á neinn hátt eða gert neina þá hluti sem hafa áhrif á efnahag þjóðarinnar sem slíkrar.

kveðja

Kristbjörn Árnason, 14.7.2009 kl. 09:28

2 identicon

Mér finnst alveg skelfilegt að hlusta á fólk sem lætur eins og þetta sé allt Jóhönnu að kenna.

Minni margra nær ekki langt til baka.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband