Ragnar Arnals og Þorsteinn Pálsson, almennilegar rökræður

Viðtal Sigmars við þá Ragnar Arnalds og Þorstein Pálsson í Kastljósinu var mikil tilbreyting frá orðhengils- og skítkastlegu stjórnmálaumræðu sem tröllríður þjóðfélaginu. Rökræður þessarra heiðursmanna sem hafa andstæðar skoðanir á ESB voru kjarnyrtar, engum rökum sleppt, þeir deildu og upplýstu um leið. Báðir virtu skoðun hins, báðir tala fallega og kjarnyrta íslensku um leið og þeir deildu áns þess að persónugera eða halla máli á nokkurn mann. Jafnvel Sigmar virtist ekki hafa þörf fyrir hefðbundnar þráspurningar og kom betur út sem spyrill. 

Hugsið ykkur hvað umræðan á Alþingi og í þjóðfélaginu í heild væri mikið málefnalegri og skiljanlegri ef Þorsteinn væri formaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnar talaði fyrir VG í stað Guðríðar Lilju og þeirra og Jóhönnu líkar væru í fjölmiðlunum í stað skítkastsliðsins og málfundarstælaranna!

Vandinn væri samt allt þetta fár af fólki í fjölmiðlum sem hefur lítið vald á íslensku, er ekki fært um dýpri umfjöllum um stjórnmál en svo að ætla mætti að stjórnmálin væru fótboltaleikur og er sjálft greinilega í öðru liðinu (á móti ríkisstjórninni).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband