Sjálfstæðismenn gerðu þjóðina ábyrga fyrir Icesave

Dæmigert fyrir þingmann Sjálfstæðisflokksins að þylja upp hvað samþykkt Icesave kynni að kosta okkur og vilja meiri tíma. Benda á að farist hafi fyrir að fá álit þessarra og hinna (væntanlega stofnanna sem eru stútfullar af rétttrúuðum) og að stjórnvöld séu vanhæf til að leysa þetta mál. Ég held að þetta geti allt verið rétt og satt hjá Ólöfu en eitt vantar hjá henni og það er hver ber ábyrgðina á þessu og öllu því siðleysi, röngu álitum, álitum sem aldrei var beðið um, einkavæðingu bankanna, þáttöku í blekkingarleiknum um hina stórkostlegu viðskiptajörfa og snillinga sem stjórnuðu fjármálalífi landsins undanfarin ár og fleira slæmt og vont. Ólöf Norðdal, hverjir vildu einkavæðinguna, mærðu fjármálamógúlana og hverjir brugðust okkur almenningi? Vinstri grænir og Steingrímur J? Jóhanna Sigurðardóttir og Samfylkingin? 

Jú Samfylkingin var í ríkisstjórn 18 mánuði af 18 árunum sem það tók að búa til samfélag hér á Íslandi sem var rétt mótað til að annað eins geti gert. Og þar var Sjálfstæðisflokkurinn öðrum fremur sem stýrði þessu. Sá flokkur sem stjórnaði því að samfélagið yrði svona, þ.e. að óheftur einkarekstur og frjálshyggja að heimslulegustu og óprúttnustu gerð lék lausum hala. Sjálfstæðisflokkurinn tryggði líka réttu fólki úr sínum röðum lykilembætti s.s. seðlabankastjórastöðu, forsvar í fjármálaeftirlitinu, ráðuneytisstjórastörf, útvarpsstjórastarf og mörg, mörg fleiri lykilembætti.

Ég hef bara heyrt um einn útrásarvíking sem ekki er í sjálfstæðisflokknum, Ólaf Ólafsson sem framsókn er látin bera ábyrgð á. Ég hygg að allir hinir séu flokksbundnir og/eða tengdir og mægðir Sjálfstæðisflokknum!

Eiginlega finnst mér að Sjálfstæðisflokkurinn og sjálfstæðismenn á Íslandi eigi að borga Icesave því þeir bera ábyrgðina á því að leyfa Icesave og mærðu snilld Landsbankamanna þegar þeir fóru af stað með þetta fjárhættuspil sem þjóðin ber ábyrgðina á nú.

Sjáflstæðismenn voru að auki búnir að semja um Icesave að mestu leyti, Svavar og félagar löguðu þó aðeins þann samning.

Ólöf, þið komist vonandi ekki í ríkisstjórn þó að Icesave verði fellt. Ég get ekki ímyndað mér að Samfylkingin eða VG láti sér þetta í hug að fara í slíkan sjálfsmorðsleiðangur. Og þjóðstjórn með ykkur innanborðs var ekki það sem almenningur kaus í vetur ekki satt?

Af hverju hefur ekkert heyrst af því hvað Sjálfstæðismenn vilja að tekið verði til bragðs ef og þegar Alþingi fellir Icesave? 

Af hverju hafa Sjálfstæðismenn hvorki beðið um sérfræðiálit hvað gerist ef stefna Sjálfstæðisflokksins og lista Sjálfstæðisflokksins verður ofaná? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það eru voða miklir spekingar sem koma ávallt fram eftir að hlutir gerast - eftiráspekingar. Það er auðvelt. Verra er eins og þessi pistlahöfundur reynir í anda Kremlverja að endurskrifa söguna eins og hann vildi að hún hafi gerst.

Óumdeilt er, þvert ofan í það sem almanarómur segir víða, að Seðlabankastjóri varaði  síðsumars 2007 við stöðu bankanna. Sama gerði Geir Haarde opinberlega í november eða upphafi desember 2007.

Guðmundur kaffihúsaspekingur Ólafsson og hagfræðingur frá Kreml gerði grín að áhyggjum Seðlabankastjórans með eftirminnilegum hætti eins og sjá má hér. Hann vildi sennilega ekki hafa þá Lilju kveðið hafa í ljósi þess að áhyggjur og varnaðarorð þessara tveggja manna reyndust réttmætar.

Slóðin á þetta er hér : http://www.dv.is/frettir/2007/11/17/bjargbrunarkenning-sedlabankastjora-slegin-af/

Bjargbrúnarkenning seðlabankastjóra slegin af

None

Laugardagur 17. nóvember 2007 kl 14:13

Höfundur: (johannh@dv.is)

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir ekki sjá betur en að bandaríski hagfræðingurinn Arthur B Laffer hafi í fyrirlestri hér á landi fyrir helgina slegið af kenningu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að þjóðin væri á bjargbrúninni vega skuldasöfnunar fyrirtækja og einstaklinga erlendis. "Þetta er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér. Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Það var í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartaði yfir því um daginn að almenningur keypti leikföng," segir Guðmundur. Nánar er rætt við Guðmund um þetta í nýju viðtali hér á vefsíðu dv.is.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.8.2009 kl. 21:57

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hvað varðar Icesave þá er alveg ljóst að Sjálftæðisflokkurinn ber þar ekki ábyrgð á því að óprúttnir einstaklingar í Landsbankanum leyfðu sér að sækja sparifé í Bretlandi og Hollandi.

Lögfræði ESB/EES er ekki á þínu fræðasviði eins og ljóslega má sjá af pistlinum þínum.

Þá er Obama forseti bandaríkjanna fróðari en þú um hvers vegna efnahagshrunið varð. Þetta má sjá þegar hann var að setja flókinn efnahagslegan hlut í einfaldan búning svo að almenningur skildi hann. Hann sagði eitthvað á þennan veg : Hugsið ykkur bara,  maður keypti sér íbúð í Kaliforníu og það varð bankahrun á Íslandi !  

Obama lét sér ekki detta í hug að segja það Bush að kenna að Lehmans brothers féll, enda var það ekki honum að kenna, þó það hafi gerst á „hans vakt“ eins ómur úr frægri setningu hljómar. Þannig tala samt þú og margir aðrir eins og þessi pistill þinn sannar.

Tökum okkur orð Stormskers í munn þegar hann sagði að við skyldum kenna Davíð um það sem væri honum raunverulega að kenna eins og síðari heimsstyrjöldin og morðið á John Kennedy.

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor mun vera sá lögspekingur á Íslandi sem þekkir reglur og lög Evrópusambandssins/EES hvað best. Hann ásamt öðrum góðum lögmanni, Lárusi Blöndal hrl., hefur skrifað einar 5 greinar þar sem þeir rekja það hverjar skuldbindingar eru í lögum og reglum um bankastarfsemi á þessu svæði og bankarnir störfuðu eftir undir árvökulu arnarauga ráðherra bankamála honum Björgvini.

Þeir hafa lagt fram skír rök fyrir því að engin skuldbinding er á íslenska skattgreiðendur umfram það sem er til í innistæðutryggingasjóðnum. Það gildir jafnvel þó að í ljós kæmi að bankarnir hefðu vanrækt að greiða sinn hlut í sjóðinn.

Sömuleiðis komast þeir með lagarökum sínum að því að þó svo að hér hafi verið ákveðið að við greiddum úr sjóðum skattgreiðenda til að bæta íslenskum innistæðueigendum upp í topp innistæður sínar, gerir okkur ekki heldur skuldbundna við þá bresku eða hollensku.Þessi rök þeirra hefur enginn hrakið með neinum lögskýringum, ekki frekar en þú í þessum tilvitnaða pistli þínum.

Það eina sem hefur heyrst gegn þeim eru upphrópanir slagorðasmiða.Þetta segir okkur að við getum róleg farið að ráðum Davíðs Oddssonar frá því í upphafi, að við, skattgreiðendur, eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna í útlöndum sem þeir stofnuðu til í gegn um einkafyrirtæki sín.

Þeir sem telja sig eiga kröfu á íslenska skattgreiðendur sækja auðvitað þá kröfu sína í gegn um dómstóla. Það er lögvarinn réttur þeirra eins og kemur fram í grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson dómari skrifaði á dögunum í Morgunblaðið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.8.2009 kl. 22:00

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þá er með ólíkindum að þú gefir þér að Sjálfstæðismenn hafi gert þjóðina ábyrga fyrir Icesave. Þeir skrifuðu einfaldlega undir viljayfirlýsingu þess efnis að við lofuðum að setjast niður til viðræðna um að athuga hvort við gætum fundið pólitíska lausn á þessu deiluefni.

Þú getur vafalaust lesið þessa viljayfirlýsingu á vefnum, t.d. á island.is ef ég man rétt.

Viljayfirlýsing getur aldrei bundið hendur þings og þjóðar, sem þú vonandi veist. Ekki frekar en stjórn húsfélags getur í stórum málum bundið hendur húseigandanna í húsfélaginu. Slíkt samþykki þarf fund eigendanna og samþykki þeirra til útgjaldanna.

Engin útgjöld má gera úr sjóði skattgreiðenda nema lög komi til segir í stjórnarskránni eins og þú vonandi veist.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.8.2009 kl. 22:06

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæl Unnur

  • hann hefur aldeilis áhyggjurnar þessi predikari sem ekki þorir að skrifa undir nafni.
  • Það er ekki sama hver gefur út slíkar yfirlýsingar. Þetta var miklu meira enn bara viljayfirlýsing. Geir sagði einnig í erlendu sjónvarpsviðtali að íslendingar yrðu ekki í vandræðum með að greiða þessa smáaura. Íslendingar væru nefnilega svo ríkir.
  • Þá ber Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ábyrgð á því að afhenda þessum aðilum þessa banka, án þess að settar væru sérstök skilyrði  eða reglur um starfsemi þessara banka sem var auðvelt að setja í sölusamningaþegar bankarnir voru
    seldir
  • Þrátt fyrir almennar reglur á EES svæðinu. Þá láðist ríkisstjórninni að setja eðlileg lög um starfssemi íslenskra banka.

Kristbjörn Árnason, 5.8.2009 kl. 00:03

5 identicon

Það er sorglegt þegar fólk dettur svona djúpt í flokksfjóshauginn að það sér ekkert nema innihalds hans.

 Hef sérstakan áhuga á þessari Sjálfstæðisflokks félagaskrá stórglæpamanna sem þú vitnar í og skora á þig að birta hana hér á síðunni.

 Ef fullyrðingin þín er sönn, hverju veldur að flokksbundnir auðrónarnir þurftu að moka öllum þessum fjármunum þá í Samfylkinguna og Framsókn til að fá allar spillingardyrnar opnaðar eins og raun ber vitni, ef að það hefði dugað svona giska vel að halda aurunum innan flokksins þeirra?  Undarlegt hmmm...

Til að kasta inn einni samsærisfýlubombunni fyrir þig, þá eru auðrónarnir örugglega allir rétthendir, sem segir okkur að allir glæpamenn eru það.  Ekki satt?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 00:13

6 identicon

Kristbjörn.  Engar viljayfirlýsingar misvitra ráðamanna og ráðherra geta bundið hendur þingsheims eins og skrýmsladeild Samspillingar 1 & 2 Vg. reyna að ljúga að þjóðinni.  Þing setur lög en ekki einhverjir minnismiðar einstakra ráðherra og embættismanna, sem stjórnsýslan er öll full af alla daga.  Lýðræðið byggir td. á að meirihluti þingheims þarf að samþykkja IceSave ábyrgðina. 

EKKERT GETUR BREYTT ÞVÍ SAMA HVAÐ HVER SEGIR EÐA LANGAR.

Hérlendis væri td. allt fullt af allskonar ál, eitur og stálverksmiðjum, og Guð má vita hvaða, ef að minnismiðapár og viljayfirlýsingar misvitra embættismanna hefði slíkt stórkostlegt vægi, jafnvel meira vægi en Alþingi. 

Meðan það þarf að ljúka málum sem IceSave og mun ómerkilegri með lagasetningu, þá er það reglan að lýðræðið á að virða og er gert undantekningarlaust hérlendis, þótt að ríkisstjórn Samspillingarinnar augljóslega ætli sér eitthvað annað. 

Í Bretland og Holland eru lýðræðisríki eins og hér, og ekki minnsti vafi á að þeim var full ljóst að þing gæti hafnað landráðssamningnum.  80% þjóðarinnar er harðákveðin að hafna þeim, og aðeins 17% eru tilbúnir að leggjast í jörðina og gefast upp fyrir ofbeldi "alþjóðasamfélaginu" ESB og þessara tveggja óláns þjóða.

Minnismiði er aðeins minnismiði, og þess vegna heitir hann aðeins MINNISMIÐI.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 00:36

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ef þú Guðmundur 2. Gunnarsson gæfir út yfirlýsingar eins og Geir gerði, þá þarf þjóðin ekkert að taka mark á því.

  • Jafnvel þótt yfirlýsing Geirs forsætisráðherra hafi bara munnleg,  hefði hún sama gildi og samningur þar um. En á svona blöð eru skrifuð nöfn  til áréttingar. Slíkt hefur sama ígildi og loforð eða samningur manna í millum. Þegar um er að ræða forsætisráðherra í lýðræðisríki í viðtali við annan forsætisráðherra hefur slíkt blað mikla merkingu.
  • Það er alveg sama hversu mikið ýmsir vilja gleyma þessum gjörningi Geirs, þá er hann til staðar eingu að síður.
  • Þú hefur auðvitað aldrei staðið í samningamálum, en það hef ég gert hálfa ævina

Kristbjörn Árnason, 5.8.2009 kl. 08:59

8 identicon

Kristbjörn ekki viss um að hroka innistæða þín er verðmætari en aur á IceSave reikningi. 

Hefur þú semsagta gert samninga sem taka fram fyrir hendur löggjafans og brjóta stjórnarskrá?  Endilega leggðu fram heimildir - takk.  Líka af einhverjum slíkum tilfellum sem þér er kunnugt um.

 Hvað sem Geir, Heilög Jóhanna, Ólafur Bessastaðabóndi, Davíð Oddsson, Árni Matt eða Steingrímur J. lofa í embætti getur ALDREI þvingað löggjafan til eins og neins ef lagaheimild þarf til að uppfylla blauta draumana.

MINNISBLAÐIÐ er aðeins viljayfirlýsingar og hefur nákvæmlega ekkert annað gildi, nema að þing hefur samþykkt frumvarpið sem lög og forseti undirritað.  Ekkert getur gerst fyrr en löggjafinn hefur sagt sitt síðasta orð.  Í tilfelli IceSave er ríkisstjórn ekki með nægan stuðning innan sinna flokka að hún geti komið málinu í gegn.  Þas. ef hún fer eftir stjórnarskrárlögum.  Nema að þú og stjórnvöld takið "MINNISMIÐA" snúninginn þinn á málið?

 Miðað við "meinta" reynslu þína að samningamálum, þá hefur þú sjálfsagt tekið þátt í landráðstilrauninni sem er þér svo mikið mál að verja, sem segir allt ef þú heldur eða ert að reyna ljúga því til að MINNISMIÐI er ígildi samnings fyrir lögum.

Endilega leggðu fram einhver gögn sem sanna þessa fullyrðingu þína. - takk.

Segðu mér.  Til hver er það verið að fjalla um þetta mál þessa dagana ef samningurinn er frágenginn undirritaður minnismiði og samþykktur af ríkisstjórninni, og þá ekki brot á stjórnarskrá?

Veistu hvert er hlutverk Alþingis Íslendinga er, eða hélstu að það ætti að hlíða skipunum minnismiðarugludalla og einræðisherra eins og Heilagrar Jóhönnu og Samspillingarinnar og velgjörðarmanna þeirra útrásarsvínanna?

Þrátt fyrir alla "samningareynsluna" þína, þá ætla ég fremur að taka trúanlega álit tugi launalausra ópólitískra innlendra sem erlendra sérfræðinga í alþjóðalögum sem hafna alfarið kenningum stjórnvalda og þíns, sem teljist ekki nema 4% af þjóðinni sem berjast með kjafti og klóm að landráðið nái fram að ganga.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 12:01

9 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Svo sannarlega varð þetta skipbrot til vegna stefnu Sjálfstæðisflokkssins og Framsóknarflokksins og svo þeim eftirlitsstofnunum sem sváfu á verðinum og þeir báru ábyrgð á.  Hver var stjórnarformaðurinn í Landsbankanum og greiddi brautina fyrir öllu saman?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.8.2009 kl. 12:10

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það var ekki loforð sem Geir eða Árni gáfu. Þetta var Memorandum of understanding /MOU sem sagt minnisblað um skilning á því að menn ætluðu að reyna að finna á þessu pólitíska lausn ef hægt væri. Flóknara er þetta ekki. Það má heldur enginn skuldbinda skattgreiðendur um krónu nema lög komi til frá Alþingi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.8.2009 kl. 13:01

11 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Minnisblað er sama og samningur. Það eru ekki allir sem vita það sem er von.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.8.2009 kl. 14:52

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þórdís, þú ættir að hnippa í þá lagaprófessorana í samninga- og kröfurétti. Þeir verða endilega að fá að heyra af þessu svo þeir geti nú farið að kenna þetta rétt. Þú gætir kannski tekið að þér stundakennslu um þetta þegar á að fara að ræða minnisblöð.

Það stendur samt óhaggað í stjórnarskrá vonandi að enga greiðslu má skuldbinda skattgreiðendur um nema lög komi til - þá frá Alþingi en ekki ráðherra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.8.2009 kl. 15:05

13 identicon

Þórdís.  Leggðu þá fram gögn því til sönnunar, og svaraðu endilega spurningunni sem ég spurði fyrr:  Til hvers þarf þá allan þennan farsa í kringum IceSave landráðið og þá löngu frágengnum "minnismiða" sem þá er undirritaður samningur?

Og að auki til hvers er Alþingi Íslands?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 16:19

14 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Minnisblað, nákvæmara er að segja að það sé líkara heiðursmannasamkomulagi eða handsali. Ekki hægt að fara í mál við þig ef þú svíkur samkomulagið. Í denn misstu menn æruna ef þeir sviku slíkt samkomulag og gera enn.  Já kannski maður skelli sér bara í lögfræðina:). Undirskrifað minnisblað á milli þjóða er meira en bara minnisblað eins og við þekkjum það í daglegu tali.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 5.8.2009 kl. 19:17

15 identicon

Í tilfelli IceSave hefur minnisblaðið "heiðursmannasamkomulagið" ekki neitt vægi hvað sem hver segir.  Hún er einungis viljayfirlýsing stjórnarliða sem hefur ekkert vald til að framfylgja málinu.  Hann er ekki Alþingi.  Það þarf lagabreytingu til að samþykkja Icesave vegna þess að í honum er reiknað með að við greiðum hluti sem lög reikna ekki með og eru ekki til um.

Allir forsætisráðherrar sögunar gætu ekki gefið slíkt loforð frekar en nokkur annar þótt þeim langaði.  Ekki mas. Davíð þegar hann var stórtækastur.  Til þess þarf þing að samþykkja ný lög og forseti að undirrita.  Í dag er innan við 20% landsmanna á því að það skuli gera.

Ergo.  Minnisblað er aðeins viljayfirlýsing og ekkert annað, og stjórnsýslan er full af slíkum viljum sem aldrei urðu að veruleika, eins og einn fyrrverandi ráðherra benti á að það væri ekki þeverfótandi fyrir álverksmiðjum og eiturspúandi verksmiðjum erlendra auðhringja ef minnisblöð væri ígildi löggildra samninga.

Merkilegt annars hversu IceSave áhangendur eru tilbúnir að seilast langt niður fyrir sig með að gera minnisblaðið að helstu rökum þess að samþykkja hörmungarsamning óhæfrar ríkisstjórnar og samningarnefndar, fyrir utan hinn lygavaðalinn um að við andstæðingarnir, ætlum né viljum borga eitt né neitt yfirleitt.  Við viljum endilega fá að borga allt sem okkur ber samkvæmt lögum og við getum gert. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 19:44

16 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Prédikari segir:

"við getum róleg farið að ráðum Davíðs Oddssonar frá því í upphafi, að við, skattgreiðendur, eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna í útlöndum sem þeir stofnuðu til í gegn um einkafyrirtæki sín"

"Óumdeilt er, þvert ofan í það sem almanarómur segir víða, að Seðlabankastjóri varaði  síðsumars 2007 við stöðu bankanna. Sama gerði Geir Haarde opinberlega í november eða upphafi desember 2007."

Þetta eru áhugaverð skrif því að á meðan Davíð á að hafa sagt þetta þá var hann önnum kafinn við að lána bönkunum peninga skattgreiðenda sem töpuðust að lokum.

Frá júlí 2007 til september 2008 hækkuðu lán til innlánsstofnanna úr 158 milljörðum í tæpa 455 milljarða!  300 milljarða aukning!!

Í mars 2008 afnemur Seðlabanki Íslands bindiskyldu í útibúum íslensku bankanna erlendis.

Að lokum lánar Seðlabanki Íslands Kaupþingi 500 milljónir EUR til fjögurra daga gegn veði í FIH. (500 milljónir Evra samsvarar 90 milljörðum kr)

Í lögum um Seðlabanka Íslands frá 2001 segir að meginmarkmið Seðlabankans sé að stuðla að stöðugu verðlagi.  Seðlabankinn skal einnig sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd.

Í þessu hlutverki fær DO falleinkunn.  Hann skilur eftir sig ónýtan gjaldeyri, verðbólgu sem fór næstum yfir 20% og gjaldþrota Seðlabanka.

Við skulum svo ekki gleyma því að 100% lánin sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks heimiluðu gerðu hagkerfið óstöðugt, skuldsett, almennt fátækara og verr í stakk búið að mæta áföllum.

Háir stýrivextir sem hagstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leiddu af sér gerðu það að verkum að hér streymdi inn erlent lánsfjármagn og krónan varð allt of sterk.  Ljóst var að mikil erlend skuldsetning drægi síðar úr lífskjörum og þá sérstaklega þegar krónan færi að lækka í átt að jafnvægisgildi sínu.

---

Gott blogg Unnur.

Lúðvík Júlíusson, 6.8.2009 kl. 14:53

17 identicon

Skömm að maðurinn skuli kalla sig predikara.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 20:51

18 Smámynd: Unnur G Kristjánsdóttir

Takk fyrir viðbrögðin og hrósið. 

Allt var saman innanbúðar í einum flokki fyrir og við tilurð Icesave og við bankahrun:

Forsætirráðherrann, fjármálaráðherrann, dómsmálaráðherrann, kaupendur og eigendur Landsbankans, framkvæmdastjóri fjármálaeftirlitsins,  bankastjóri Seðlabankans, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, bankastjórar Landsbankans, yfirgnæfandi meirihluti í stærstu og mest leiðandi fjölmiðlunum (RUV og Mogganum), meirihluti dómara í undirréttum og hæstarétti, saksóknarar, ríkislögreglustjóri og flestir eigendur og stjórar allra stóru, einkavæddu bankanna og fleiri og fleiri.

Stefna Sjálfstæðisflokksins var (og er) einhlýt auðvalds- og frjálshyggjustefna af óþroskuðustu gerð og var komið á af Davíð Oddsyni.

Með þessa stefnu og þessi völd og áhrif hafði Sjálfstæðisflokkurinn forystu í öllu sem viðkom aðdraganda bankahrunsins og einnig viðbrögðum við því í nokkra mánuði eftir það. Enn eru áhrif hans mikil því að fjölmiðlar taka meira mið og tillit til þess sem Sjálfstæðismenn segja og vilja en annarra. Afstaða og viðbrögð Sjálfstæðisflokksins eru öll á þann veg að koma sökinni á þessu yfir á aðra, axla ekki ábyrgð, ljúga sig út úr tengslum einstakra forystumanna flokksins við slæm mál (sbr. varaformaðurinn og fleiri), gera Steingrím og Jóhönnu að blórabögglum og margt fleira vont og slæmt. 

Þeir sem ekki vilja horfast í augu við sögulegar staðreyndir og tengingar í þessum málum verða að eiga það við eigin samvisku. Þeim skal þó bent á að við hin erum í minna mæli kurteis og meðvirk með slíku nú en áður.  

Sjálfstæðismenn og Sjálfstæðisflokkurinn bera meginábyrgð á Icesave, bankahruninu og pólitíksum orsökum þessa og þeir sem halda öðru fram hljóta að vera afar blindir á einfaldar staðreyndir.  

Unnur G Kristjánsdóttir, 6.8.2009 kl. 22:33

19 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Unnur , ertu viljandi að gleyma að nefna bankamálaráðherrann í þessari dæmalausu upptalningu þinni við að skrifa söguna eins og þú óskar þér að hún hafi verið ?

Ef þú hefðir raunverulega rétt fyrir þér í þessar ótrúlegu kenningu þinni þá ætti Björgvin G Sigurðsson stærstu sökina af öllum. Ef mig misminnir ekki er hann í Samfylkingunni.

Bankaráðherrann var sá eini í ríkisstjórninni sem hafði stofnanir með völd til að hafa hemil á bönkunum og fjármálastarfseminni. Raunverulega sagan sannar að hann gerði ekki neitt.

Hitt er svo annað mál að mér dettur ekki í hug að koma með svona óraunsæishjal. Björgvin G. S. er ekki hægt að kenna um heimskreppuna frekar en Davíð. Það virðist á samsuðu þinni ljóst að þú hefur sennilega lesið pistlana mína með rangeygisgleraugum. Ég hélt nú að svoleiðis væri ekki til, en þú virðist nú hafa slík handbær.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.8.2009 kl. 00:07

20 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Prédikarinn lítur fram hjá því að forsætisráðherran er ábyrgur fyrir Seðlabankanum.  Jafnvel þó að sú stofnun eigi að vera sjálfstæð þá skipar forsætisráðherrann bankastjórana og það er því á hans ábyrgð að bankinn og bankastjórarnir starfi samkvæmt lögum.

Þessi gríðarlegu útlán Seðlabankans til lánastofnana og þessi óeðlilega mikla aukning á útlánum til þeirra á einu ári, sem virðast hafa verið óskilyrt, er orsök vandans.  Bankar virðast hafa geta fengið peninga að láni með ábyrgð skattgreiðenda og farið með þá eins og þeim sýndist.

Það er Seðlabankinn sem stýrir umfangi fjármálastarfseminnar með peningamálastefnu sinni, td. með stýrivöxtum, inngripi á mörkuðum o.fl.

Allt er þetta á kostnað skattgreiðenda og með samþykki GH og DO.

Lúðvík Júlíusson, 7.8.2009 kl. 09:07

21 Smámynd: Unnur G Kristjánsdóttir

Bankamálaráðherran fyrrv. Björgvin, vinur minn og þingmaður var ungur og óreyndur með nýtt ráðuneyti. Hann gerði sannarlega mistök en hann viðurkenndi þau, hann sagði af þér og var ærlegur í alla staði. Ég held að upplýsingum hafi verið haldið frá honum. Átti líka við að eiga menn sem gott siðferði í bankamálum plagaði ekki eins og í ljós hefur komið.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur öðrum fremur mótað efnahags- og fjármálalíf á Íslandi. Hin síðari ár hafa forystumenn hans verið mjög hliðhollir frjálshyggju. Fólkið í Sjálfstæðisflokknum trúir á sjálfstæðisstefnuna og er ógagnrýnna en fólk í öðrum flokkum ef marka má greiningar stjórnmálafræðinga og það sem ég hef séð m.a. frá síðasta landsfundi. Skoðanakannanir sýna einnig að stuðningsmenn flokksins eru ólíklegri til að hafa æðri menntun en stuðningsmenn annarra flokka. Ergo, forystumenn flokksins eiga auðveldrara með að keyra á hluti eins og dæmin sanna.

Fyrirgefðu ágæti predikari en þú er alveg dæmigerður fyrir þessar trúarbragðakenndu stjórnmálaskoðanir. 

Óraunsæi segir þú. Nei, stór hægriflokkur sem hefur afgerandi áhrif á þjóðfélagsþróunina og starfsemi ríkisins er einmitt hættulegur lýðræðinu og líklegur til að koma sér og sínum að og byggja þannig upp samtryggingakerfi hagsmuna fyrirtækja og einstaklinga. Og það er einmitt þannig á Íslandi. Vonandi hreinsa Steingrímur og Jóhanna til í stofnunum og ráðuneytum! 

Sjálfstæðisflokkurinn ber aðalábyrgðina á Icesave, hann vildi Icesave, einkarekna banka í eigu einmitt þeirra sem  þá áttu og hafði sína menn á öllum póstum í ríkiskerfinu til að einkaframtakið í bönkunum og víðar gæti starfað lítið áreytt.

Björgvin og Samfylkingin voru í versta falli trúgjarnir sakleysingjar miðað við það allt. 

Unnur G Kristjánsdóttir, 7.8.2009 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband