Aumingja börn útrásarvíkinganna

Í morgum voru Kolla og Heimir (á Bylgjunni) að tala um hvort Kjartan Gunnarsson og aðrir sem bera mesta ábyrgð á bankahruninu og meðfygljandi afleiðingum, ættu að biðja þjóðina afsökunnar eins og Steingrímur J. hafði talað um í Hólaræðu sinni um helgina. Hlustendur hringdu í þau eins og voru á einu máli um að það væri það minnsta sem þeir gætu gert. Kolla þessi sem er að mínu mati dæmigerð nútíma (ung) fjölmiðlamanneskja sagðist ekki viss hvort.... og tjáði ítrekað áhyggjur af fjölskyldum útrásarvíkinganna! Þetta gæti birtnað á börnunum þeirra. Ekki orð um áhyggjur hennar að öðrum fjölskyldum. Svo kom klisjan um að dæma ekki fyrr en sekt er sönnuð.

Mér finnst þetta dæmigert fyrir þá sem standa fyrir opinberri umræðu í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband