25.8.2009 | 16:53
Hannes Hólmsteinn og Icesave
Ja, guði sé lof að það sést fyrir endann á þessu endalausa, vonlausa og sorglega Icesavemáli. Sjallar eru menn að meiri að taka ábyrgðina með stjórnarflokkunum, e.t.v. líta þeir í eigin barm í framhaldinu og reyna að axla þá ábyrgð sem þeir bera á bankahruninu, orsökum og afleiðingum. Bankastarfsemin og fjármálastarfsemin á Íslandi sem endaði með hörmungum má segja að hafi verið stefna Sjálfstæðisflokksins í framkvæmd þar sem hann fékk hjálp Framsóknar í að láta markaðinn ráða, þar sem einstaklingsframtakið fékk sín notið og ríkisafskipti og eftirlit voru illa séð.
Umræðan um Icesave undanfarna daga hefur verið sanngjarnari en áður. Flestir fjölmiðlamenn sem voru einhvernvegin með á þeirri skoðun að Icesave væri Steingrími og Jóhönnu að kenna hafa þagnað. Líklega er það Hannesi Hólmsteini að þakka.
Vita menn að "gong-maðurinn" á Austurvelli, Bjarni Hannesson er móðurbróðir Hannesar Hólmsteins?
Icesave afgreitt úr nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju er alltaf verið að tengja þennan Hannes Hólmstein við stjórnmál? Er hann ekki trúður sem engum skemmtir?
Björn Birgisson, 25.8.2009 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.