Ólíkar reglur ættu að gilda um orkuframleiðslu fyrir almenning og fyrir stóriðju.

Undarleg umræða um eignarhald orkufyrirtækja. Eins og það séu óumflýjanleg örlög að láta Árna Sigfússon stjórna því fyrir landsmenn að erlendir einkaaðilar eignist orkufyrirtæki með því að hans frumkvæði verði til þess að þessir Kanadamenn eignist Hitaveitu Suðurnesja. Er ekki hægt að breyta lögum og a.m.k kosti boða reglur sem ómerki hans gerninga í þessum efnum?

Af hverju er ekki rætt um það í sambandi við eignarhald á orkufyrirtækjum og auðlindum hér á landi að nauðsynlegast af öllu er að skilja milli þess að framleiða og dreifa orku til almennings annarsvegar og til stóriðju hinsvegar. Ef þetta væri gert er auðvelt að hafa eignarhaldið hjá innlendum aðilum (félagsleg eign að einhverju tagi) og spara þar greiðslu á auðlindaskatti og leyfa (erlendan) einkarekstur á þeim hluta sem framleiðir fyrir stóriðju og taka af drjúgan auðlindaskatt og leigu af því. 

Ég sé ekki betur en að þetta sé algerlega rökrétt og eitthvað sem flestir gætu sætt sig við. Líka svona væri hægt að koma á meiri samkeppni milli fyrirtækja sem almenningur kaupir orku af og einfalda samanburðin því að orkuverðir (dömpið) til stóriðjunnar flæktist þá ekkert fyrir í arsemismatinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr-.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband