Histería og fjölmiðlafælni Jóhönnu

Sjálfsagt er hópmóðursýki ein af eðlilegum afleiðingum bankahrunsins. Histerían um óhæfa ríkisstjórn, Icesave og allt hitt er mjög skiljanleg svo og grátur og gnístan tanna um fjárhag þeirra fjölskyldna, fyrirtækja og einstaklinga sem voru of grimmir í lánunum á undanförnum árum og hryllingsfréttirnar af fjárhagslegum gjörningum hinna áður oflofuðu íslensku fjármálamanna. 
Nú er að hægjast um, bankarnir að komast aftur á koppinn, umsókn um ESB líka, búið að finna sameiginlegar áherslur ríkis með vinnumarkaðnum, Icesave vonandi búið í bili og komin farvegur og möguleikar á að halda frekar áfram með leiðir fyrir þá skuldsettu, koma á atvinnuskapandi verkefnum og fjárfestingu. Innan tíðar kemur einnig í ljós hverjir eru ábyrgir fyrir hruninu og einnig er allt á fullu í rannsóknum á því sem var ólöglegt í fyrirtækjum og víðar.
Nei, enginn er að pæla í þessu enda skiptir þetta engu máli.
Um núverandi forystumenn ríkisstjórnarinnar heyrast helst ruddalega orðaðar yfirlýsingar Höskuldanna í framsókn eða hrokafullar skoðanir Illuganna í Sjálfstæðisflokknum. Jóhanna bullar og getir ekkert að viti, á að verja málstað Íslendinga út um heiminn betur, Steingrímur er að samþykkja Icesave að gamni sínu o.s.frv. 
Og af því að nú vantar nýtt tilefni til móðursýkiskasts þá er fjölmiðlafælni Jóhönnu notuð í það af fjölmiðlamönnum auk ofangreindra frammámanna stjórnarandstöðuflokkanna. 
Nú vitum við alveg hvað öllum mögulegum sjálfskipuðum finnst um Jóhönnu en hvað finnst fjölmiðlafólki t.d. um Þorgerði Katrínu, Illuga, Sjálfstæðisflokkinn sem ber enga ábyrgð á hruninu, Sigmund Daða, Höskuld, Eyglóu Harðar og pólistíska ábyrgð á því sem gerðist hér á undanförnum árum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Skapa nógu mikið moldviðri um það sem engu skiptir, það er það sem þetta snýst um. Rugla almenning, villa okkur sýn.

Það skiptir miklu að láta ekki fipast. Vita hvað við viljum og hverjum við treystum til að hrinda því í framkvæmd. Ég veit það. Ég veit líka hverjum ég treysti alls ekki.

Kristjana Bjarnadóttir, 20.9.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: Unnur G Kristjánsdóttir

Kristjana, þú er flott frænka :-)

Unnur G Kristjánsdóttir, 22.9.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband