21.9.2009 | 20:30
Segjum Mogganum upp og hættum að blogga þar
Fari svo sem þunglyndustu spár um ritstjóra Moggans rætist og Davíð Oddson verði ráðinn, munum við heiðurhjónin segja blaðinu upp eftir 20 ára áskrift. Það var af vandlega yfirveguðu ráði að verða áskrifendur, við erum bæði rótgróið vinsta fólk sem lætur sér ekki í léttu rúmi liggja siðblindu, stjórnmálaskoðanir sem eru fremur trúarbrögð en félagsleg og siðferðileg list sem við teljum stjórnmál eigi að vera. Morgunblaðið er að hluta til siðblint og talar máli þeirra sem betur mega sín. Sumir blaðamennirnir eru lélegir en aðrir skárri eins og gerist og gengur. Víðsýnin blaðsins hafði aukist um tíma og ég og aðrir kennarar áttum hauk í horni á erfiðum tímum þar sem Ólafur Stefensen var. Því er ég enn áskrifandi og blogga hér. þessu lýkur þegar og ef það reynist rétt að ritstjórnin eigi að færast í hendur vonds, siðblinds og hrokafulls fólks.
Athugasemdir
Ég ætla ekki að láta DO stjórna því hvar ég blogga, en Mogginn mun trúlega fjúka.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.9.2009 kl. 00:07
Sæl Unnur,
Ég hef verið að hugsa um það sama en hef ákveðið að halda áfram að blogga hér þangað til mér verður hent út.
Þegar ég spurði á mbl.is hvernig maður kæmist í hóp 200 eðalbloggara var mér sagt að ég yrði að vera málefnalegur!
Þó ég hafi skrifað yfir 500 færslur er enginn þeirra nógu "málefnaleg" fyrir mbl.is þó nokkrar þeirra hafi birst í blaðinu sjálfu. Rökleysi eða ritskoðun?
DO mun örugglega loka á mig.
Andri Geir Arinbjarnarson, 22.9.2009 kl. 10:51
Mig líka.
Mér finnst samt betra að með Davíð þarna verður ákveðinn hluti þjóðarinnar að gera upp við sig hver vill og gerir hvað í pólitíkinni og ekki lengur hægt að selja það að vera "vinur litla mannsins". DO sem ritstjóri er alveg grímulaust "fuck you" framan í aðra en innmúraða og vígða :-)
Reyndar finnst mér þú mjög góður bloggari bæði málefnalega og skemmtilega hvatvís og frumlegur.
Ætli þessi sem núna eru undir dulnefni komi út úr skápnum eða verði útnefndir eðalbloggarar?
Unnur G Kristjánsdóttir, 22.9.2009 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.