10.8.2009 | 11:20
Ef Icesave fellur þurfum við ekki að borga
Umræðan þessa dagana um Icesave minnir mig á andrúmsloftið í þjóðfélaginu "2007" það sem hamrað var á góðærinu og hvað við værum klár, rík og í gangi væri fjármálaundur veraldarinnar í höndum íslenskra útrásarvíkinga. Allir fylgdu straumnum og varð að múgsefjun sem við súpum nú seyðið af. Skilaboðin nú sem koma í reynd frá Sjálfstæðismönnum og bessevisserunum í gegnum fjölmiðla og Facebook eru "Steingrímur J. er landráðamaður, ríkisstjórnin hefur samið af sér í Icesave, Ísland á sér ekki viðreisnar von ef við samþykkjum, förum aðra leið, 40 þúsund eru á móti Icesave á Facebook, ef þú þingmaður samþykkir þá...".
Ég veit ekki betur en að allir stjórnmálaflokkar séu sammála um að við verðum að borga Icesave en ágreiningur er um hliðarákvæði í samningnum.
Augljóslega sér stjórnarandstaðan nú tækifæri til að fella ríkisstjórnina með hjálp einhverra þingmanna vinstri grænna. Ekki veit ég hvort það tekst með því að fella Icesave, en ég hef a.m.k. heyrt Steingrím J. segja að ríkisstjórnin muni lifa þetta af.
Þrátt fyrir þetta allt hefur andstæðingum Icesave að fá stóran hluta þjóðarinnar til að trúa því að það sé hægt að fella Icesave og það með spara þjóðinni að borga stóra reikninginn.
Athugasemdir
Kristbjörn Árnason, 10.8.2009 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.