Verðum að borga

Þá er þjóðin kominn á enn einn bömmerinn, núna er það endanlegir samningar um Icesave reikningana. Þetta mál hefur verið ljóst lengi, bæði upphæðirnar og að ríkið yrði að bera ábyrgð á þessu. Það var gerður samningur í vetur um þetta af fyrrverandi ríkisstjórn eins og allir vita. Sá samningur var nauðsynlegur til að við fengjum fyrirgreiðslu m.a. Alþjóðagjaldeyrissjórsins. Eru enn einhverjir sem hafa enn ekki horfst í augu við það sem gerðist á Íslandi á undanförnum árum sem endaði síðan í bankahruninu í haust? Halda menn enn að það sé hægt að halda áfram með 2007, neita að bera ábyrgð á skuldbindingum ogkkar erlendis, afskrifa skuldir okkar sjálfra um 20% og halda öllu bullinu áfram? Og kenna svo Steingrími J. og Jóhönnu Sig. um! 

Er í lagi með mína ástkæru þjóð (eða þann hluta hennar sem heldur ruglinu áfram)?

 


mbl.is Minnisblaðinu stöðugt veifað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddur Ólafsson

Góður pistill hjá þér.

Alveg sammála

Oddur Ólafsson, 8.6.2009 kl. 17:24

2 identicon

þetta er allt bara "tær snilld"...

zappa (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 17:24

3 identicon

Hvað er á bakk við þessi bréf sem við eigum að borga, það hlíttur að standa á þessum miða sem Steingrímur veifar í örvæntingu.Eru það verslanir og skartgripabúðir sem selja merkjavörur fyrir fína og ríka fólkið,það skili þó ekki vera. Íslensku þjófarnir geta þá tekkið gleði sína á ný, haldið áfram að gleðja sig og sína.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 17:52

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sammála þér... Mér finnst brandari hvað fólk er óraunsætt varðandi þetta mál...

Brynjar Jóhannsson, 8.6.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband