Er hættulegt að vita hvað býðst með aðild að ESB?

Smáþjóð sem er í Evrópusambandinu er ekki sjálfstæð! Ef Íslendingar ganga í ESB erum við ekki lengur sjálfstæð þjóð. Evrópusambandið er ólýðræðislegt og tók þátt í að kúga okkur í Icesave! ESB aðild mun rústa landbúnaðinum og erlendir aðilar munu rústa fiskveiðiauðlindum okkar!

Þetta eru kunnuglegar staðhæfingar og skoðanir bæði almennra borgara og stjórnmálamanna sem eru andsnúnir aðildarumsókn um ESB.

Svo eru það við hin sem viljum að sótt verði um. Ég er ein þeirra sem hef lengi talið að það sé mikið hagsmunamál fyrir okkur að komast í ESB. Auðvitað ætlast ég til að samið verði á hagstæðan hátt um sjávarútvegsmál og sanngjarnan hátt varðandi landbúnaðinn. Mér hefur sýnst að fyrir liggi að við stjórnum sjálf nýtingu á staðbundnum fiskistofnum og fáum mjög líklega ívilnanir í landbúnaðarmálum eins og fordæmi er fyrir. Að þessu frágengnu græðum við fullt á aðild t.d. verða felldir niður tollar á margskonar vörum sem þar með lækka í verði. Einnig getum við haft jákvæð áhrif á þróun sambandsins í samvinnu við önnum Norðurlönd. Okkur hefur að mínu mati skort vettvang þar sem við getum beitt okkur og ekki síður höfum við mjög gott af því að bera ábyrgð á framþróum og samþjóðlegum ákvörðunum. Aðgangur að upplýsingum og innsýn í alþjóðaviðskipti og samskipti er enn eitt sem aðild að ESB hjálpar okkur með. Líklega væri ekki svo illa komið fyrir okkur á því sviði ef við hefðum starfað með öðrum þjóðum í ESB og þurft að kunna fótum okkar forráð umfram það sem verið hefur. 

Ég er ekkert hrædd við neitt af því sem ég heyri marga aðra tala um og kemur fram í inngangi mínum af því að ég hef mikla trú á því að við getum lifað góðu lífi og plummað okkur í samfélagi Evrópuþjóða.

Ég hef ekki trú að því að einangrum og heimóttarskapur geri neitt annað en það sem hefur sýnt sig undanfarið fyrir okkur Íslendinga.

Er eitthvað hættulegt við það að heyra fleiri álit en Davíðs og allra hinna sem hafa stjórnað okkur undanfarin ár?

Er verra að útlendingar eigi í íslenskum útgerðum en að útgerðarmenn sem hafa veðsett auðlindina erlendum bönkum?

Er eitthvað hættulegra fyrir okkur að vera í ESB en það er fyrir Finna, Dani, Lichtenstein, Lux og önnur smáríki? Hafa þau misst stjálfstæðið og allt annað sem skiptir máli?

Hver er óvinur okkar, við sjálf og sumir óábygir og sjálfhverfir landar okkar eða aðrar Evrópuþjóðir?

Eigum við ekki fyrst að fá að vita hvað er í boði fyrir okkur með aðild að ESB og síðan að mynda okkur skoðun á því hvað sé best fyrir okkur Íslendinga?

Hvað er svona hættulegt við að vita hvað býðst? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband